• fös. 23. feb. 2007
  • Leyfiskerfi

Sótti vinnufund UEFA fyrir formenn leyfisnefnda

Lúðvík S. Georgsson
Ludvik_Georgsson_2003-2

Lúðvík S. Georgsson, formaður leyfisráðs KSÍ, sótti á dögunum vinnufund hjá UEFA, þar sem m.a. fjallað var um leyfisveitingaferlið í ýmsum löndum í Evrópu og mál kynnt þar sem leyfisumsóknum var synjað. 

Vinnufundurinn var sérhannaður fyrir formenn leyfisnefnda í aðildarlöndum UEFA, þ.e. fyrir formann leyfisráðs og formann leyfisdóms, en uppbygging leyfiskerfanna er að grunni til nákvæmlega eins í öllum löndunum, enda mjög stífar kröfur af hendi UEFA um samræmi milli landa.

Nú stendur yfir fimmta leyfisferlið á Íslandi, en flest lönd ganga nú í gegnum sitt fjórða ferli.  Á þessum tíma hafa komið upp þó nokkur dæmi víðs vegar í Evrópu þar sem þátttökuleyfum í efstu deildum hefur verið synjað af leyfisnefndum viðkomandi knattspyrnusambands, m.a. í Svíþjóð, Ungverjalandi, Austurríki, Belgíu, Rúmeníu og Grikklandi.