• fim. 15. feb. 2007
  • Landslið

Dregið í EM U17 og U19 kvenna á mánudaginn

UEFA
uefa_merki

Mánudaginn 19. febrúar næstkomandi verður dregið í riðlakeppni Evrópukeppni U17  og U19 kvenna.  Dregið verður í Nyon í Sviss og eru Íslendingar í pottinum í báðum aldursflokkum.  Þetta er í fyrsta skiptið sem Evrópukeppni U17 kvenna fer fram.

Hjá U17 eru það 40 þjóðir sem eru skráðar til þátttöku og er dregið í 10 riðla.  Sextán þjóðir komast í aðra umferð, sigurvegarar riðlanna og sú þjóðir með bestan árangur í 2. sæti.  Úrslitakeppni fjögurra þjóða er svo áætluð í maí 2008.

Hjá U19 eru 44 þjóðir dregnar í 11 riðla og fara tvær efstu þjóðir hvors riðils, ásamt tveimur þjóðum með bestan árangur í 3. sæti, áfram í 2. umferð.  Úrslitakeppni átta þjóða fer svo fram í Frakkalandi í júlí 2008.

Eins og kunnugt er mun úrslitakeppni U19 kvenna fara fram hér á landi í júlí en riðlakeppnin fyrir þá keppni er leikin í apríl en Ísland tekur þátt í úrslitakeppninni.  Liðið undirbýr sig af krafti fyrir úrslitakeppnina og tekur m.a. þátt í æfingamóti á La Manga í mars.