• lau. 10. feb. 2007
  • Ársþing

Geir Þorsteinsson 8. formaður KSÍ

Geir Þorsteinsson og Eggert Magnússon á ársþingi KSÍ 2007
Geir_og_Eggert_2007

61. ársþing KSÍ var haldið á Hótel Loftleiðum í dag.  Geir Þorsteinsson var kjörinn formaður KSÍ og er sá áttundi sem að gegnir því embætti.  Eggert Magnússon kvaddi KSÍ eftir rúm 17 ár í formannsembætti.  Þrír nýir aðilar voru kjörnir í stjórn KSÍ.

Þrír nýir aðilar komu inn í stjórn KSÍ, þau Guðrún Inga Sívertsen, Stefán Geir Þórisson og Vignir Þormóðsson.

Stjórn KSÍ eftir ársþing 2007

Mynd: Stjórn KSÍ.  Sitjandi frá vinstri: Lúðvík Georgsson, Ingibjörg Hinriksdóttir, Geir Þorsteinsson, Guðrún Inga Sívertsen og Halldór B. Jónsson. 

Miðröð frá vinstri: Ástráður Gunnarsson, Einar Friðþjófsson, Björn Friðþjófsson, Þórarinn Gunnarsson, Kjartan Daníelsson og Vignir Þormóðsson. 

Aftasta röð frá vinstri: Guðmundur Ingvason, Jóhannes Ólafsson, Jón Gunnlaugsson, Stefán Geir Þórisson og Jakob Skúlason.

Hægt er að sjá fréttir af ársþinginu með því að smella hér.