• lau. 10. feb. 2007
  • Ársþing

61. Ársþing KSÍ hafið

KSÍ 60 ára
KSI_60_logo_RGB

61. ársþing KSÍ var sett, stundvíslega kl. 10:00, í morgun á Hótel Loftleiðum.  Fylgst verður með framvindu þingsins hér á síðunni en  meðal annars eru framundan kosningar um formann og stjórn sem og afgreiðsla tillagna.

Heimasíðan verður uppfærð reglulega á meðan á þinginu stendur.

Tillögur og önnur málefni:

Tillaga um ný lög KSÍ

Tillagan var samþykkt

Tillaga um breytingu á reglugerð KSÍ um knattspyrnumót

Tillögunni vísað til stjórnar KSÍ til nánari umfjöllunar

Tillaga til ályktunar

Tillagan var samþykkt

Tillaga til ályktunar

Tillagan var samþykkt

Tillaga til ályktunar

 Tillagan var samþykkt

Tillaga til ályktunar

Tillagan var samþykkt

Eggert kosinn heiðursformaður

Eggert Magnússon, fráfarandi formaður KSÍ, var kosinn heiðursformaður KSÍ.  Tillaga þess efnis var borinn upp á ársþingi KSÍ og var samþykkt.

Með því að smella hér má sjá fréttir af þinginu.

Kosningar

Formannskosningar

Geir Þorsteinsson - 86 atkvæði 73 %

Halla Gunnarsdóttir - 3 atkvæði  2,5%

Jafet Ólafsson - 29 atkvæði 24,5%

Enginn skilaði auðu og ekkert atkvæði var ógilt.

Geir Þorsteinsson er því nýr formaður KSÍ.

Stjórn KSÍ

Af fjórum stjórnarmönnum sem voru í kjöri á 61. ársþingi KSÍ var einungis einn er gaf kost á sér til endurkjörs, Halldór B. Jónsson.  Þeir Ágúst Ingi Jónsson, Eggert Steingrímsson og Björn Friðþjófsson gáfu ekki kost á sér.

Fimm aðilar gáfu kost á sér til stjórnarsetu og hlutu þau Guðrún Inga Sívertsen, Halldór B. Jónsson, Stefán Geir Þórisson og Vignir Már Þormóðsson kosningu.

Varamenn í stjórn

Varamenn í stjórn KSÍ voru kjörnir: Jóhannes Ólafsson, Kjartan Daníelsson og Þórarinn Gunnarsson.

Landshlutafulltrúar

Landshlutafulltrúar voru kjörnir: Björn Friðþjófsson, Guðmundur Ingvason, Einar Friðþjófsson og Jakob Skúlason.