Frambjóðendur á ársþingi KSÍ 10. febrúar
Á ársþingi KSÍ, sem haldið verður á Hótel Loftleiðum 10. febrúar næstkomandi, verða m.a. formannskosningar á dagskrá sem og kosningar í stjórn KSÍ. Þrír frambjóðendur eru um stöðu formanns KSÍ, sjö framboð um fjögur sæti í aðalstjórn og fjögur framboð um þrjú sæti í varastjórn.
Stjórn KSÍ er kosin á knattspyrnuþingi og skal kosning fara þannig fram:
- Kosning formanns annað hvert ár til tveggja ára í senn.
- Kosning 4ra manna í aðalstjórn til tveggja ára en fjórir menn ganga úr aðalstjórn á hverju ári.
- Kosning 4ra manna frá landsfjórðungunum í stjórn til eins árs.
- Kosning 3ja manna til vara í aðalstjórn til eins árs.
- Kosning 4ra manna frá landsfjórðungunum til vara til eins árs.
Eftirtaldir hafa boðið sig fram til embættis formanns:
Eftirtaldir hafa boðið sig fram til aðalstjórnar :
- Björn Friðþjófsson - Dalvík
- Eggert Steingrímsson - Reykjavík
- Guðjón Ólafur Jónsson - Reykjavík
- Guðrún Inga Sívertsen - Reykjavík
- Halldór B. Jónsson - Reykjavík
- Stefán Geir Þórisson - Reykjavík
- Vignir Már Þormóðsson - Akureyri
Eftirtaldir gefa kost á sér sem varamenn í aðalstjórn:
- Björn Guðbjörnsson - Reykjavík
- Jóhannes Ólafsson - Vestmannaeyjum
- Kjartan Daníelsson - Reykjavík
- Þórarinn Gunnarsson - Reykjavík
Með því að smella á viðkomandi nafn má sjá nánari upplýsingar um frambjóðandann.