• mán. 22. jan. 2007
  • Fræðsla

KSÍ heldur III.stigs þjálfaranámskeið 26.-28. janúar

Þjálfari að störfum
coaching6

KSÍ heldur III.stigs þjálfaranámskeið helgina 26-28.janúar.  Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt og krafist er 100% mætingarskyldu.

Fjöldi þekktra leikmanna hafa skráð sig á þjálfaranámskeiðiðið, t.d. má nefna Tryggva Guðmundsson FH, Ásthildi Helgadóttur Malmö, Ágúst Gylfason KR, Arnar Grétarsson Breiðablik og Óli Stefán Flóventsson Grindavík.  Það er ánægjuleg þróun að margir af okkar bestu knattspyrnumönnum og konum hafa áhuga á að snúa sér að þjálfun, eða koma á þjálfaranámskeið til að sjá hvort þjálfun sé eitthvað sem heillar þau.

Greiðsluupplýsingar:
Hægt er að leggja inn á reikning KSÍ:  0101-26-700400, kennitala KSÍ er: 700169-3679, upphæð 18.000 krónur.

Námskeiðið fer fram í Reykjavík og í Kópavogi.  Alls hafa 35 þjálfarar skráð sig á námskeiðið en hér að neðan má sjá dagskrána (birt með fyrirvara um lítilvægar breytingar).

Nánari upplýsingar veitir fræðslustjóri KSÍ (siggi@ksi.is)

Dagskrá