• fim. 18. jan. 2007
  • Leyfiskerfi

Allar leyfisumsóknir fyrir 2007 hafa borist

Knattspyrnusamband Íslands
ksi-merki

Allar leyfisumsóknir fyrir keppnistímabilið 2007 hafa nú borist leyfisstjórn, bæði í Landsbankadeild karla og 1. deild karla. 

Leyfisstjóri mun í framhaldinu fara yfir þau gögn sem borist hafa og óska eftir úrbótum frá félögunum þar sem við á. Í leyfishandbók KSÍ er kveðið á um þær kröfur sem félögin þurfa að uppfylla á fimm sviðum til að fá þátttökuleyfi.

Þessi svið taka á öllum helstu þáttum skipulags og starfsemi félaganna, s.s. mannvirkjum, starfsfólki og stjórnun, fjármálum, knattspyrnulegu uppeldi leikmanna og menntun þjálfara.

Útgáfa 2.0 af leyfishandbók KSÍ var tekin í notkun fyrir það leyfisferli sem nú stendur yfir og eins og kynnt hefur verið næt leyfiskerfið nú í fyrsta sinn einnig til 1. deildar karla.