KSÍ skoðar menntun knattspyrnuþjálfara sumarið 2006
KSÍ óska eftir því við aðildarfélög sín að þau sendi inn upplýsingar um alla knattspyrnuþjálfara sem störfuðu hjá þeim sumarið 2006.
Jón Steindór Þorsteinsson og Ríkharð Bjarni Snorrason íþróttafræðinemar eru að vinna B.S. ritgerð að ósk KSÍ, en ætlunin er að skrá upplýsingar allra knattspyrnuþjálfara sem störfuðu sumarið 2006 inn í mótakerfi KSÍ. Könnunin mun leiða margt í ljós hvað varðar umfang knattspyrnuþjálfunar á Íslandi. Við óskum eftir samvinnu allra aðildarfélaga KSÍ í þessu mikilvæga verkefni. Meðfylgjandi eru tvö skjöl sem útskýra könnunina betur og svo skjal sem öll aðildarfélög KSÍ eru beðin um að fylla út og senda.
Við erum að leita eftir upplýsingum um alla þjálfara, aðstoðarþjálfara, yfirþjálfara og markmannsþjálfara sem störfuðu við knattspyrnuþjálfun hjá aðildarfélögum KSÍ sumarið 2006 ásamt kennitölum þeirra, gsm símanúmerum, netföngum, þjálfarastöðu og hvaða flokk viðkomandi þjálfaði.
Niðurstöður könnunarinnar verða kynntar fyrir aðildarfélögum KSÍ næsta sumar.