• mið. 17. jan. 2007
  • Fræðsla

KSÍ VI skriflegt próf 2. febrúar

Að útskrift lokinni
utskrift-uefa1-JOI_8819net

KSÍ VI skriflegt próf hefur verið sett á föstudaginn 2.febrúar næstkomandi klukkan 14:00 – 17:00 í fundarsal E hjá ÍSÍ í Laugardal.  Ekki verður rukkað próftökugjald.

Prófið er hluti af KSÍ VI þjálfaranámskeiðinu sem var haldið í Englandi síðastliðið haust.  Þetta próf er haldið einu sinni á ári.  Að prófinu loknu hefst KSÍ VII námskeiðið (sama dag, á sama stað klukkan 18:00).  Það námskeið kostar 85.000 krónur en hægt verður að semja um greiðslur við Pálma fjármálastjóra KSÍ (palmi@ksi.is).  KSÍ VII er lokahnykkurinn á UEFA A þjálfaragráðunni.  KSÍ mun svo væntanlega boða til UEFA A útskriftar í mars/apríl í nýjum höfuðstöðvum KSÍ.

Til skriflega prófsins er eftirfarandi námsefni:

  1. Allt námsefnið sem var afhent á KSÍ V þjálfaranámskeiðinu sem fór fram 17-19.mars 2006.
  2. Allt námsefni sem var afhent á KSÍ VI þjálfaranámskeðiinu sem fór fram 29. október – 5.nóvember 2006
  3. Knattspyrnulögin 2006 (aðgengileg á heimasíðu KSÍ)

Efnið af KSÍ V og VI er ekki aðgengilegt á netinu og verður ekki gert aðgengilegt á netinu vegna höfundarréttar kennara.  Ef nemendur vantar ofangreint efni verður hægt að kaupa það á skrifstofu KSÍ, en þá þarf að láta vita af því með dagsfyrirvara svo okkur gefist tími til að ljósrita efnið.  Hvor mappa verður seld á 2.500 krónur.  Knattspyrnulögin kosta 500 krónur í hefti. 

Til að standast prófið þarf að ná 50 stigum af 100 mögulegum.  

Prófið er mjög svipað uppsett og UEFA B prófið, en þó öllu þyngra.

Skráning í prófið er hafin hjá Röggu á skrifstofu KSÍ (ragga@ksi.is).  Hún skráir jafnframt á KSÍ VII námskeiðið fyrir þá sem það vilja.  

Þjálfarar eru hvattir til að skrá sig sem fyrst.

Nánari upplýsingar Sigurður Ragnar Eyjólfsson(siggi@ksi.is)