• mán. 15. jan. 2007
  • Ársþing

Tillaga um 10 lið í Landsbankadeild kvenna 2008

Úr leik Fylkis og Keflavíkur í Landsbankadeild kvenna 2006.  Mynd tekin af Einari Ásgeirssyni
Fylkir-Keflavik_Landsbankadeild_kvenna_2006

Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum 13. janúar sl. að leggja fyrir komandi ársþing að tíu lið verði í Landsbankadeild kvenna árið 2008. Áður hefur komið fram að stjórnin muni leggja til að níu lið leiki í Landsbankadeild kvenna árið 2007 og að ÍR taki níunda sætið.

Gert er ráð fyrir að flutningur liða á milli deilda verði þannig að neðsta lið Landsbankadeildar kvenna árið 2007 flytjist í 1. deild en tvö efstu lið 1. deildar flytjist í Landsbankadeild.

Átta félög skipuðu Landsbankadeild kvenna á síðasta tímabili en stjórn KSÍ ákvað á dögunum að leggja fyrir ársþingið að níu félög muni skipa deildina árið 2007. Var það gert í kjölfar kærumáls sem varð vegna leikja milli Þórs/KA og ÍR um laust sæti í Landsbankadeild kvenna sl. haust. Stjórn KSÍ hefur svo ákveðið að leggja einnig til við ársþingið að tíu félög skipi Landsbankadeild kvenna árið 2008.

Mynd: Einar Ásgeirsson