• mið. 10. jan. 2007
  • Fræðsla

ÍF fær viðurkenningu fyrir grasrótarstarf

Íþróttasambandi Fatlaðra fékk afhenda viðurkenningu fyrir grasrótarstarf frá KSÍ og UEFA
Grasroarvidurkenning_til_IF

KSÍ og UEFA veittu Íþróttasambandi fatlaðra (ÍF) viðurkenningu í dag fyrir besta grasrótarviðburðinn í knattspyrnu fyrir fatlaða (Best disabled football event).

Viðurkenningin er fyrir vel skipulagða og árangursríka Íslandsleika Special Olympics, sem haldnir eru að jafnaði tvisvar á ári, en verið hefur gott samstarf milli KSÍ og ÍF varðandi viðburðinn.  Til stendur að auka ennfremur samstarf á milli sambandanna til þess að auka enn frekar áhuga félagsmanna Íþróttasambands fatlaðra á knattspyrnu.

KSÍ hefur þegar afhent ÍF 50 knetti merkta UEFA sem eflaust munu koma að góðum notum í öflugu starfi ÍF.

Íþróttasambandi Fatlaðra fékk afhenda viðurkenningu fyrir grasrótarstarf frá KSÍ og UEFA

Frá vinstri:  Halldór Örn Þorsteinsson starfsmaður mótadeildar KSÍ, Geir Þorsteinsson framkvæmdastjóri KSÍ,  Sveinn Áki Lúðvíksson forseti Special Olympics á Islandi og Anna Karólína Vilhjálmsdóttir framkvæmdastjóri Special Olympics á Íslandi,