Sótti UEFA-ráðstefnu um fjölmiðlamál
Ómar Smárason, leyfisstjóri KSÍ, sótti í síðustu viku fjórðu ráðstefnu UEFA um fjölmiðlamál í evrópskri knattspyrnu. Megin viðfangsefni ráðstefnunnar voru aðstaða fjölmiðla á knattspyrnuleikjum og þjónusta við fjölmiðla.
Sem fyrr segir var þetta í fjórða sinn sem UEFA heldur slíka ráðstefnu. Sú fyrsta var haldin í Brüssel árið 1999, önnur í Manchester 2002, þá í Kaupmannahöfn 2004 og nú á Allianz-leikvanginum í München í Þýskalandi, sem er heimavöllur Bayern München og 1860 München.