Kvennalandsliðið til Algarve í mars
A landslið kvenna tekur þátt í Algarve Cup 2007 og verður í C riðli ásamt landsliðum Ítalíu, Portúgals og Írlands. Leikið verður í riðlinum 7., 9. og 12. mars en þann 14. mars verður leikið um sæti, en tvö efstu lið riðilsins leika gegn liðum úr A og B riðlum.
Leikirnir verða fyrsta verkefni Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar og Guðna Kjartanssonar með íslenska kvennalandsliðið og verkefnið mikilvægur þátttur í undirbúningi liðsins fyrir undankeppni EM sem hefst í lok maí.