Aðalsteinn Örnólfsson gefur KSÍ 100 bækur
Aðalsteinn Örnólfsson knattspyrnuþjálfari hefur fært KSÍ 100 bækur að gjöf til varðveislu í bókasafni KSÍ. Bækurnar eru úr einkasafni Aðalsteins og í safninu eru margar vandfundnar og verðmætar bækur.
Þessi gjöf verður til þess að bókasafn KSÍ mun stækka töluvert, en KSÍ lánar bækur og myndbandsspólur til þjálfara endurgjaldslaust. KSÍ vill nota tækifærið og koma á framfæri innilegu þakklæti til Aðalsteins fyrir þessa höfðinglegu gjöf.
Ef fleiri vilja fylgja í kjölfarið og færa KSÍ bækur að gjöf er það þegið með þökkum. Hér að neðan er listi yfir bækurnar sem Aðalsteinn færði KSÍ að gjöf.