• þri. 05. des. 2006
  • Landslið

Riðlarnir klárir hjá U17 og U19 karla

UEFA
uefa_merki

Í dag var dregið í milliriðla í Evrópukeppni U17 og U19 karla.  Ísland komst áfram í báðum þessum aldursflokkum og voru því í pottinum í dag.  Einnig var dregið í riðla hjá U19 kvenna en úrslitakeppni EM fer fram hér á landi í júlí 2007.

Hjá U17 karla var Ísland í fjórða styrkleikaflokki og lentu í riðli með Portúgal, Norður Írlandi og núverandi Evrópumeisturum í þessum aldursflokki, Rússlandi.  Riðllinn verður leikinn í Portúgal, dagana 19. - 24. mars.

Hjá U19 karla var Ísland í þriðja styrkleikaflokki og lentu í riðli með Spáni sem eru núverandi meistarar, Noregi og Azerbaijan.  Riðillinn verður leikinn í Noregi, dagana 30. maí - 4. júní.

Eins og kunnugt er fer úrslitakeppni U19 kvenna fram hér á landi í júlí á næsta ári.  Dregið var í milliriðla í þeirri keppni en Ísland fær sæti í úrslitakeppninni sem gestgjafar.