• mán. 04. des. 2006
  • Landslið

Dregið í riðla hjá U17 og U19 karla

UEFA
uefa_merki

Þriðjudaginn 5. desember verður dregið í riðla í Evrópukeppni landsliða karla U17 og U19.  Í pottana fara 28 þjóðir sem hafa unnið sér þátttökurétt í þessum milliriðlum og er Ísland þar með lið í báðum aldursflokkum.

Hjá U19 varð Ísland í þriðja sæti í riðli sínum en tvö lið komust áfram úr hverjum riðli.  Íslendingar voru hinsvegar með bestan árangur allra liða er lentu í þriðja sæti í riðlunum, sem voru 12 talsins.  Íslendingar eru í þriðja styrkleikaflokki en flokkarnir eru fjórir.  Dregið verður í sjö riðla og er hver riðill skipaður fjórum liðum.  Sigurvegari riðilsins kemst í úrslitakeppnina sem haldin er í Austurríki.  Heimamenn eru svo áttunda þjóðin í úrslitakeppninni.

Sama fyrirkomulag er í U17 keppninni en úrslitakeppnin þar fer fram í Belgíu.  Þar komst Ísland áfram eftir að hafa lent í öðru sæti riðilsins á eftir Frökkum.  Ísland er í fjórða styrkleikaflokki hjá U17.

Styrkleikaflokkar U19

Styrkleikaflokkar U17