• mán. 20. nóv. 2006
  • Leyfiskerfi

Leyfishandbók 2.0 formlega samþykkt

UEFA
uefa_merki

UEFA hefur nú formlega samþykkt leyfishandbók KSÍ - útgáfu 2.0.  Vinna við handbókina hófst á síðasta ári undir forystu Lúðvíks. S. Georgssonar formanns leyfisráðs, sem á sæti í stjórn KSÍ og situr að auki í fjölmörgum nefndum hjá sambandinu.

Eins og kynnt hefur verið hófst leyfisferlið fyrir 2007 15. nóvember síðastliðinn og hafa því félögin í Landsbankadeild karla og 1. deild karla þegar hafið vinnu sína við undirbúning leyfisumsókna fyrir komandi keppnistímabil.

Fylgigögnum með leyfisumsókn, öðrum en fjárhagslegum ber að skila eigi síðar en 15. janúar næstkomandi, en fjárhagslegum gögnum á að skila eigi síðar en 20. febrúar.

Tæplega tuttugu aðildarsambönd UEFA hafa nú fengið samþykki fyrir leyfishandbókum sínum, en KSÍ og íslensk félög ríða á vaðið, þar sem Ísland er fyrsta landið til að innleiða handbók 2.0 í sitt leyfiskerfi.