Mikið um að vera hjá Knattspyrnuþjálfarafélagi Íslands
Margt er framundan hjá Knattspyrnuþjálfarafélagi Íslands á næstunni. Félagið fundar t.d. með þjálfurum úr Landsbankadeild karla í kvöld en áður hafði verið fundað með þjálfurum úr efstu deild kvenna. Aðalfundur félagsins er 18. nóvember.
Hægt er að sjá komandi viðburði á heimasíðu félagsins og hægt að fræðast nánar um félagið sjálft. Félaginu stendur m.a. til boða fjögur sæti í ferð norska knattspyrnuþjálfarafélagsins til Þýskalands þar sem stendur til að kynna sér sérstaklega afreksþjálfun.
Þá er aðalfundur félagsins laugardaginn 18. nóvember nk. og hefst hann kl. 17:00 í Smáranum, félagsaðstöðu Breiðabliks í Kópavogi. Eru félagsmenn hvattir til þess að fjölmenna á þann fund.