U19 karla áfram í milliriðla EM
Íslenska U19 karlalandsliðið hefur tryggt sér þátttökurétt í milliriðlum fyrir EM. Íslenska liðið hafnaði í þriðja sæti í sínum riðli og kemst áfram sem það lið er var með bestan árangur liða þriðja sæti úr riðlunum tólf.
Íslenska liðið hlaut sex og lenti fyrir neðan Svíþjóð og Pólland, með jafnmörg stig en lakastan árangur úr innbyrðisviðureignum. Riðill Íslendinga var leikinn í Svíþjóð dagana 6. - 11. október.
Það verða 28 lið er leika í milliriðlum og verður dregið í riðla 5. desember næstkomandi. Efsta lið hvers riðils kemst svo í úrslitakeppnina er leikin verður í Austurríki 16.-27. júlí 2007.