• fim. 26. okt. 2006
  • Fræðsla

KSÍ heldur 6. stigs þjálfaranámskeið í Englandi

Þjálfarar að störfum
coaching2

KSÍ heldur 6. stigs þjálfaranámskeið í Englandi dagana 29. október – 5. nóvember næstkomandi.  Að námskeiðinu koma margir færir fyrirlesarar, m.a. frá enska knattspyrnusambandinu ásamt því að heimsótt verður Knattspyrnuakaademía Manchester United og leikgreindur leikur í ensku úrvalsdeildinni.  Alls fara 25 þjálfarar á þetta námskeið en færri komust að en vildu. 

Námskeiðið er mikilvægur hluti af KSÍ (UEFA) A þjálfaragráðu en þessir þjálfarar útskrifast væntanlega með slíka gráðu í febrúar á næsta ári.  UEFA A þjálfaragráðan veitir réttindi til að þjálfa alla flokka og í öllum deildum á Íslandi.  Hér má sjá dagskrá námskeiðsins.

Nánari upplýsingar um þjálfaramenntun KSÍ veitir Sigurður Ragnar Eyjólfsson fræðslustjóri KSÍ (siggi@ksi.is)

Dagskrá