U19 karla ekki áfram þrátt fyrir sigur
Íslenska U19 karlalandsliðið sigraði Færeyinga í dag með þremur mörkum gegn einu. Leikurinn var lokaleikur liðanna í riðlinum og enduðu þrjú lið með 6 stig en íslenska liðið lenti í þriðja sæti þegar innbyrðisviðureignir eru reiknaðar.
Það voru þeir Skúli Jónsson, Arnór Smárason og Rúrik Gíslason sem að skoruðu mörk Íslendinga í þessum leik og komu liðinu í 3-0. Færeyingar minnkuðu muninn seint í leiknum. Á sama tíma sigruðu Pólverjar, heimamenn í Svíþjóð, með þremur mörkum gegn einu. Pólverjar skoruðu þriðja markið í lok leiksins en 2-1 sigur Pólverja hefði þýtt að Íslendingar hefðu komist áfram.
Enn er þó örlítill möguleiki á að Ísland komist áfram en það lið sem er með besta árangur liða er lendir í þriðja sæti, kemst áfram í undankeppninni.