• mán. 09. okt. 2006
  • Landslið

Brynjar Björn í leikbanni og Kári meiddur

Euro 2008
uefa-euro2008-logo

Brynjar Björn Gunnarsson verður ekki með í leiknum gegn Svíum í undankeppni EM á miðvikudag, þar sem hann verður í leikbanni vegna tveggja gulra spjalda í keppninni. Þá er Kári Árnason meiddur og getur ekki verið með og hefur Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari því valið varnarmanninn Ólaf Örn Bjarnason, leikmann norska liðsins Brann, í hópinn.

Nokkuð er um meiðsli og fjarvistir sterkra leikmanna í báðum hópum, en auk þeirra Brynjars og Kára gat Pétur Marteinsson ekki verið með vegna meiðsla. Þá er Heiðar Helguson ekki með, sem og Gunnar Heiðar Þorvaldsson.

Í sænska hópinn vantar sem kunnugt er Zlatan Ibrahimovic og markvörðinn Andreas Isaksson, svo einhverjir séu nefndir.

Leikurinn á miðvikudag fer fram á Laugardalsvelli og hefst kl. 18:05. Miðasala fer fram á www.midi.is.