• fös. 06. okt. 2006
  • Landslið

Byrjunarliðið gegn Lettum

Euro 2008
uefa-euro2008-logo

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari A landsliðs karla, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Lettum, en liðin mætast í undankeppni EM 2008 í Riga í dag og hefst leikurinn kl. 18:00, í beinni á Sýn.

Leikaðferð dagsins er 4-4-1-1, afbrigði af hinni klassísku 4-4-2 leikaðferð. Í markinu stendur Árni Gautur Arason, Indriði Sigurðsson er vinstri bakvörður og Grétar Rafn Steinsson hægri bakvörður, miðverðir eru Hermann Hreiðarsson og Ívar Ingimarsson. Á miðjunni eru Kári Árnason, Stefán Gíslason, Brynjar Björn Gunnarsson og Hannes Þorsteinn Sigurðsson. Fremstur er Eiður Smári Gujohnsen og Jóhannes Karl Guðjónsson leikur á milli miðju og fremsta manns.