KSÍ heldur 1. stigs þjálfaranámskeið um helgina
KSÍ heldur 1.stigs þjálfaranámskeið helgina 6-8. október. Hér á eftir má sjá mikilvægar upplýsingar sem tengjast námskeiðinu sem og dagskrá námskeiðsins.
Mikilvægar upplýsingar:
KSÍ I námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt.
Það er nauðsynlegt fyrir þátttakendur að hafa með sér dót til knattspyrnuiðkunar og taka virkan þátt í verklegum tímum.
100% mætingarskylda er á námskeiðið. Allar fjarvistir þarf að fá leyfi fyrir hjá fræðslustjóra KSÍ fyrir upphaf námskeiðsins.
Greiðsluupplýsingar:
Reikningur KSÍ: 0101-26-700400
kennitala KSÍ: 700169-3679
Upphæð 14.000 krónur
Ef félagið greiðir fyrir þjálfara á námskeiðið þarf framkvæmdastjóri félagsins að hafa samband við Pálma fjármálastjóra KSÍ (palmi@ksi.is)
Nánari upplýsingar um þetta námskeið og önnur þjálfaranámskeið KSÍ veitir Sigurður Ragnar Eyjólfsson fræðslustjóri KSÍ (siggi@ksi.is) eða í síma 510-2900.