• lau. 30. sep. 2006
  • Landslið

U17 karla tryggði sig áfram

U17_karla_NM2006_Faroe
U17_karla_NM2006_Faroe

Íslenska U17 karlalandsliðið tryggð sér áframhaldandi þátttökurétt í undankeppni fyrir Evrópumót landsliða U17.  Strákarnir sigruðu Litháa í dag með fjórum mörkum gegn einu.

Á sama tíma töpuðu Rúmernar fyrir Frökkum, 0-3.  Íslendingar og Rúmenar voru því bæði með fjögur stig en markatala Íslendinga var betri.

Íslendingar komust yfir strax á 6. mínútu með marki Viktors Unnars Illugasonar.  Litháar jöfnuðu metin á 30. mínútu og þannig var staðan í hálfleik.

Í seinni hálfleik voru Íslendingar mun betri aðilinn og bættu við þremur mörkum.  Þar voru að verki Björn Jónsson, Kristinn Steindórsson og Viðar Örn Kjartansson.

Frábær sigur hjá strákunum og árangurinn einkar góður úr þessari ferð.

Riðillinn

Leikskýrsla