• fim. 28. sep. 2006
  • Landslið

Leikið við Portúgal í dag

akvennahollandIMG_0362
akvennahollandIMG_0362

Íslenska kvennalandsliðið verður í eldlínunni í dag þegar þær leika lokaleik sinn í undankeppni fyrir HM 2007.  Leika þær við Portúgal og hefst leikurinn kl. 16:00 að íslenskum tíma.

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt.

Byrjunarlið Íslands (4-4-2)

Markvörður: Þóra B. Helgadóttir

Vinstri bakvörður: Guðlaug Jónsdóttir

Hægri bakvörður: Ásta Árnadóttir

Miðverðir: Katrín Jónsdóttir og Erna B. Sigurðardóttir

Vinstri kantur: Greta Mjöll Samúelsdóttir

Hægri kantur: Dóra María Lárusdóttir

Tengiliðir: Edda Garðarsdóttir og Erla Steina Arnardóttir

Framherjar: Ásthildur Helgadóttir, fyrirliði og Margrét Lára Viðarsdóttir

Hólmfríður Magnúsdóttir er meidd og er ekki leikfær í þennan leik.  Við munum fylgjast með leiknum hér á heimasíðunni.

Riðillinn