• mið. 27. sep. 2006
  • Landslið

Tap gegn sterkum Frökkum

U17_karla_NM2006_Faroe_5saetid
U17_karla_NM2006_Faroe_5saetid

Íslenska U17 karlalandsliðið beið lægri hlut gegn Frökkum í dag með þremur mörkum gegn einu.  Kristinn Steindórsson skoraði mark Íslands á 71. mínútu en þá höfðu Frakkar skorað þrjú mörk.  Strákarnir leika við Litháa á laugardaginn.

Frakkar fengu óskabyrjun og skoruðu eftir aðeins 30 sekúndur.  Þeir bættu svo öðru marki við á 20. mínútu og leiddu með tveimur mörkum í hálfleik.  Frakkar bættu svo þriðja markinu við á 70. mínútu en Kristinn minnkaði muninn strax mínútu síðar.  Þar við sat og er Ísland því með eitt stig eftir tvö leiki.

Ísland leikur við Litháen á laugardaginn og hefst leikurinn kl. 14:00 að íslenskum tíma.  Litháar töpuðu fyrir Rúmenum í dag, 0-3, en riðillinn er einmitt leikinn í Rúmeníu.

Staðan