• mán. 25. sep. 2006
  • Landslið

Jafntefli við Rúmena í fyrsta leik

U17_karla_NM2006_Faroe
U17_karla_NM2006_Faroe

Íslenska U17 karlalandsliðið hóf í dag þátttöku sína í undankeppni EM.  Léku þeir við heimamenn í Rúmeníu og lauk leiknum með jafntefli, 1-1.  Liðið leikur annan leik sinn á mótinu, gegn Frökkum, á miðvikudag.

Rúmenar komust yfir á 8. mínútu og leiddu í hálfleik.  Það var svo Björn Jónsson sem jafnaði leikinn á 48. mínútu eftir hornspyrnu.  Leikurinn var jafn og vel leikinn af íslenska liðinu.  Úrslitin hljóta að teljast góð hjá íslensku strákunum enda Rúmenar erfiðir heim að sækja.

Næsta verkefni er ekki síður krefjandi en þá mætir íslenska liðið Frökkum.  Leikurinn er á miðvikudaginn og hefst kl. 14:00 að íslenskum tíma.  Frakkar unnu Litháa í dag með fjórum mörkum gegn tveimur.

Leikskýrsla