Kristrún þjálfar U17 kvenna
Kristrún Lilja Daðadóttir hefur verið ráðin landsliðsþjálfari hjá U17 kvenna. Kristrún hefur undanfarið þjálfað meistaraflokk og 2. flokk kvenna hjá Þrótti en var áður þjálfari yngri flokka kvenna hjá Breiðablik. Hún gerði einnig garðinn frægan sem leikmaður, vann ótal titla með Breiðablik og er einn af markahæstu leikmönnum í efstu deild kvenna frá upphafi. Kristrún er með UEFA-B þjálfaragráðu frá KSÍ.
Á næstu vikum munu verða úrtaksæfingar hjá U17 kvenna og er það fyrsta verkefni Kristrúnar sem landsliðsþjálfari.
Mynd: Geir Þorsteinsson, framkvæmdarstjóri KSÍ, býður Kristrúnu velkomna til starfa.