• mán. 18. sep. 2006
  • Leyfiskerfi

Víðtækt gæðamat á leyfiskerfi KSÍ

kynn2006_leyfiafhent
kynn2006_leyfiafhent

Á þriðjudag mun fara fram víðtækt gæðamat á skipulagi leyfiskerfis KSÍ og því starfi sem unnið er við rekstur þess. Matið er framkvæmt árlega af fulltrúum SGS, sem er alþjóðlegt vottunarfyrirtæki og sér um gæðamat á leyfiskerfum fyrir UEFA í aðildarlöndum sambandsins. 

Gríðarleg vinna hefur verið lögð í leyfiskerfið hér á landi, bæði hjá KSÍ og félögum í Landsbankadeild karla, og hefur Ísland verið í fararbroddi á meðal aðildarþjóða UEFA í innleiðingu kerfisins frá byrjun.