• mið. 13. sep. 2006
  • Landslið

Nýr styrkleikalisti karla frá FIFA

Styrkleikalisti FIFA - Karlalandslið
fifa_listi_karla

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fer upp um 19 sæti á nýjum styrkleikalista FIFA er birtur var í dag.  Situr Ísland nú í sæti 87 á þessum lista og er komið upp fyrir næstu andstæðinga sína, Letta.

Sem fyrr eru það Brasilíumenn er tróna á toppnum og Frakkar koma þar á eftir.  Englendingar hafa aldrei verið eins ofarlega á listanum og eru í fjórða sæti en heimsmeistarar Ítala falla um þrjú sæti og sitja í því fimmta.

Af andstæðingum Íslendinga í riðlakeppni fyrir EM 2008 eru það Spánverjar sem eru efstir, í 10. sæti, en falla um þrjú sæti.  Danir eru í 16. sæti, Svíar í 18. sæti og Norður-Írar fara upp um 14 sæti og eru númer 58.  Næstu andstæðingar okkar, Lettar, eru í 94. sæti.  Þeir falla um 16 sæti og eru því komnir fyrir neðan okkur Íslendinga.  Þá er aðeins ógetið um Liechtenstein sem að falla um 31. sæti og eru komnir niður í sæti 155.

Næsti styrkleikalisti FIFA verður birtur 18. október.

Styrkleikalisti FIFA