• mið. 06. sep. 2006
  • Landslið

Danskur sigur í dalnum

Hermann Hreiðarsson
Alid2003-0359-hermann

Íslenska landsliðið beið lægri hlut fyrir Dönum í kvöld í undankeppni fyrir EM 2008.  Lauk leiknum þannig að Danir skoruðu tvo mörk gegn engu marki Íslendinga.  Bæði mörk Dana komu í fyrri hálfleik.

Danir fengu óskabyrjun því eftir aðeins fjórar mínútur lá boltinn í marki Íslendinga.  Var það Dennis Rommedahl er komst inn fyrir vörn heimamanna og skoraði.  Markið sló Íslendinga útaf laginu en þeir náðu að vinna sig inn í leikinn smám saman.  Uppskáru þeir dauðafæri um miðjan hálfleikinn sem ekki nýttist og reyndist það dýrt því Danir bættu við öðru marki skömmu síðar.

Þannig var staðan í hálfleik og í seinni hálfleik náðu Danir að halda fengnum hlut.  Baráttan í seinni hálfleik var mikil en ekki var mikið af færum sem liðin sköpuðu sér.  Leikurinn fjaraði svo út og Danir fögnuðu sigri.

Byrjunin á leiknum reyndist Íslendingum erfið og náðu þeir ekki að finna taktinn í leik sínum.  Það er vonandi að hann finnist í næsta leik en þá verða Lettar heimsóttir.  Er sá leikur leikinn í Riga 7. október og fjórum dögum síðar, 11. október, koma Svíar í heimsókn í dalinn.