• mið. 06. sep. 2006
  • Landslið

300 miðar í sölu á Ísland-Danmörk í kvöld

KSÍ - Alltaf í boltanum
alltaf_i_boltanum_1

Hafin er sala á um 300 miðum á landsleik Íslands og Danmerkur í kvöld þar sem sætum hefur verið komið fyrir í efstu raðir í tveimur hólfum og svæði danskra áhorfenda minnkað.  Eingöngu er selt á netinu á www.midi.is og www.ksi.is.

Leikurinn hefst kl. 18:05 og eru áhorfendur hvattir til þess að mæta tímanlega og forðast þannig biðraðir við inngönguhliðin.