Góður sigur U19 karla á Skotum
U19 landslið karla vann góðan 1-3 sigur á jafnöldrum sínum frá Skotlandi í fyrri af tveimur vináttuleikjum þjóðanna í þessari viku.
Birkir Bjarnason skoraði fyrsta mark leiksins á 39. mínútu og leiddi íslenska liðið í hálfleik en Skotar jöfnuðu á 59. mínútu. Það var svo fyrirliðinn Bjarni Þór Viðarsson sem tryggði sigurinn með tveimur mörkum því fyrra á 83. mínútu og svo á 86. mínútu.
Þjóðirnar mætast aftur á miðvikudaginn kl. 13:00 að íslenskum tíma.
Mynd: Byrjunarliðið í sigurleiknum gegn Skotum