• lau. 02. sep. 2006
  • Landslið

Eins marks tap gegn Ítölum á Laugardalsvelli

EM U21 landsliða karla
em_u21_karla

Ísland er úr leik í EM U21 landsliða karla eftir eins marks tap gegn Ítalíu á Laugardalsvelli á föstudagskvöld. Eina mark leiksins kom þegar um 10 mínútur voru liðnar af síðar hálfleik.

Ítalska liðið var sterkara í leiknum og átti nokkur þokkaleg færi til að skora, en íslenkska liðið varðist vel og hefði með smá heppni náð að jafna metin, t.d. komst Bjarni Þór Viðarsson einn í gegn, en skaut beint á markvörðinn.

Íslenska liðið er því úr leik í riðlinum, en Ítalir og Austurríkismenn eiga eftir að mætast þar sem Ítölum dugir jafntefli til að komast áfram í umspil.