• fös. 01. sep. 2006
  • Landslið

U19 karla mætir Skotum tvisvar í næstu viku

Knattspyrnusamband Skotlands
skotland_litur

U19 landslið karla mætir Skotum í tveimur vináttulandsleikjum í næstu viku.  Báðir leikirnir fara fram í Skotlandi, sá fyrri á mánudag en sá síðari á miðvikudag. 

Þessar tvær viðureignir eru liður í undirbúningi íslenska liðsins fyrir undankeppni EM í október, þar sem liðið leikur í riðli með Færeyingum, Pólverjum og Svíum, en riðillinn fer fram í Svíþjóð.