Kristján inn fyrir Daða
Daði Lárusson, annar markvarða íslenska landsliðsins sem mætir Norður-Írum í undankeppni EM 2008 á laugardag, meiddist á æfingu í Belfast í dag, föstudag, og hefur Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, kallað á Kristján Finnbogason í hans stað. Kristján, sem leikur með KR og á 20 A-landsleiki að baki, heldur út í kvöld.