Ein breyting á byrjunarliði U21 karla
Luka Kostic, þjálfari U21 landsliðs karla, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Ítölum í kvöld, en liðin mætast á Laugardalsvelli í undankeppni EM og hefst leikurinn kl. 19:00.
Ein breyting er gerð á byrjunarliðinu frá því í leiknum gegn Austurríkismönnum fyrir tveimur vikum, Eyjólfur Héðinsson kemur inn í liðið fyrir Guðjón Baldvinsson. Eyjólfur leikur á hægri kanti og fer Rúrik Gíslason þá í framherjastöðuna.
Byrjunarliðið (4-5-1):
Markvörður: Hrafn Davíðsson
Hægri bakvörður: Birkir Már Sævarsson
Vinstri bakvörður: Gunnar Þór Gunnarsson
Miðverðir: Ragnar Sigurðsson og Bjarni Hólm Aðalsteinsson
Miðjumenn: Baldur Sigurðsson, Bjarni Þór Viðarsson og Theódór Elmar Bjarnason
Hægri kantur: Eyjólfur Héðinsson
Vinstri kantur: Emil Hallfreðsson, fyrirliði
Framherji: Rúrik Gíslason