• mið. 30. ágú. 2006
  • Landslið

Ítalir gríðarlega öflugir í U21 aldursflokknum

Ítalir fagna sigri á EM U21 liða karla 2004 - uefa.com
italy-uefa-u21champs2004

Ítalir hafa verið gríðarlega öflugir í U21 aldursflokki karla undanfarin 15 ár, en þeir hafa hampað sigri á EM í fimm af síðustu átta skiptum sem keppnin hefur farið fram. Hollendingar eru núverandi Evrópumeistarar.

Fyrst var keppt um Evrópumeistaratitil U21 landsliða karla 1978, en Íslendingar tóku fyrst þátt í undankeppninni fyrir EM 1984. Keppnin hefur jafnframt þótt með þeim áhugaverðustu í knattspyrnuheiminum, því þarna koma oft fram stórstjörnur framtíðarinnar.