• mið. 30. ágú. 2006
  • Landslið

Ísland - Ítalía á föstudag - Frítt á völlinn

ISL_AND_Jun2006Rurikskorar1
ISL_AND_Jun2006Rurikskorar1

Á föstudag mætast U21 landslið Íslands og Ítalíu í riðlakeppni EM.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli og hefst kl. 19:00.  Takist okkar piltum að vinna sigur á Ítölum eiga þeir góða möguleika á að komast áfram í umspil um sæti í lokakeppninni.

Þriðja liðið í riðlinum er Austurríki, en eins og greint var frá hér á síðunni gerðu Ísland og Austurríki markalaust jafntefli ytra.  Ítalir og Austurríkismenn eiga eftir að mætast á Ítalíu.  Leikin er einföld umferð og séu lið jöfn að stigum ráða innbyrðis viðureignir þeirra úrslitum um röð í riðlinum.

KSÍ hefur ákveðið að koma til móts við knattspyrnuáhugafólk með því að bjóða ókeypis aðgang að leiknum.  Fólk er því hvatt til að fjölmenna í Laugardalinn á föstudag og hvetja okkar lið til sigurs gegn Ítölum.

u21karla-uefa