• lau. 26. ágú. 2006
  • Landslið

Tap gegn Svíum

Alidkv2004-0404
Alidkv2004-0404

Íslenska kvennalandsliðið tapaði fyrir því sænska á Laugardalsvelli í dag.  Lokatölur urðu 0-4 eftir að staðan var 0-1 í hálfleik.  Íslenska liðið barðist vel í leiknum en sænska liðið reyndist of sterkt.

Sænska liðð komst yfir með marki úr vítaspyrnu á 12. mínútu.  Íslenska liðið hafði í fullu tré við það sænska í fyrri hálfleik og gaf vörnin Svíunum fá færi á sér.  Staðan í hálfleik var því 0-1.

Í seinni hálfleik sótti sænska liðið meira án þess að skapa sér mörg færi.  Á 62. mínútu skoruðu Svíarnir gott mark og í lokin, á 80. og 86. mínútu, bættu sænsku stelpurnar við tveimur mörkum.  Lokastaðan því 0-4 en eru þær tölur fullstórar því íslenska liðið var að spila ágætlega stóran hluta leiksins.  Sænska liðið sýndi aftur á móti fram á styrk sinn og nýttu sín færi gríðarlega vel.

Katrín Ómarsdóttir lék sinn fyrsta landsleik i þessum leik og stóð sig með prýði eins og aðrir leikmenn liðsins.

Næsti leikur íslenska liðsins og sá síðasti í riðlinum er 28. september þegar leikið er ytra við Portúgal.