• fös. 25. ágú. 2006
  • Landslið

Nicole Petignat dæmir leik Íslands og Svíþjóðar

Nicole_Petignat_domari
Nicole_Petignat_domari

Dómari leiks Íslands og Svíþjóðar á laugardaginn er einn þekktasti dómari Evrópu, Nicole Petignat frá Sviss.  Hún dæmdi m.a. úrslitaleik Heimsmeistarakeppni kvenna árið 1999 þegar að Kína og Bandaríkin mættust í Los Angeles.  Þá skráði hún nafn sitt á spjöld sögunnar árið 2003 er hún dæmdi, fyrst kvendómara, leik í Evrópukeppni félagsliða karla.  Áttust þar við AIK og Fylkir og var leikið í Svíþjóð.  Lauk leiknum með 1-0 sigri Svíanna.

Nicole til aðstoðar á landsleiknum verða Elke Luthi og Eveline Bolli og eru þær báðar frá Sviss.  Fjórði dómari er Eyjólfur Ágúst Finnsson og eftirlitsmaður UEFA er Styrbjörn Oskarsson frá Finnlandi.