Tap gegn Slóvakíu hjá U18 karla
Íslenska U18 karlalandsliðið tapaði gegn Slóvakíu í dag en leikurinn var liður í alþjóðlegu móti er fram fer í Tékklandi. Lauk leiknum 1-3 en Íslendingar komust yfir snemma leiks.
Oddur Ingi Guðmundsson kom íslenska liðinu yfir eftir 8 mínútna leik en Slóvakar jöfnuðu metin á 25. mínútu. Þeir komust svo yfir þremur mínútum síðar eftir varnarmistök íslenska liðsins.
Í seinni hálfleik freistaði íslenska liðið þess að jafna metin en án árangurs. Hinsvegar náðu Slóvakar að bæta við þriðja markinu tveimur mínútum fyrir leikslok og unnu því góðan sigur.
Næsti leikur íslenska liðsins er gegn Póllandi á föstudaginn og hefst leikurinn kl. 14:30 að íslenskum tíma,