Jafntefli gegn Belgum hjá U18
Íslenska U18 karlalandsliðið gerði í gær jafntefli við Belga á alþjóðlegu móti er fram fer í Tékklandi. Lauk leiknum með því að hvort lið skoraði eitt mark. Liðið leikur í dag gegn Slóvakíu og hefst leikurinn kl. 15:00 að íslenskum tíma.
Byrjunarliðið gegn Slóvakíu:(4-5-1)
Markvörður: Ögmundur Kristinsson
Vinstri bakvörður: Runólfur Sveinn Sigmundsson
Hægri bakvörður: Guðmundur Böðvar Guðjónsson
Miðverðir: Björn Orri Hermannsson, fyrirliði og Fannar Arnarsson
Tengiliðir: Einar Orri Einarsson, Guðmundur Kristjánsson og Gylfi Þór Sigurðsson
Vinstri kantur: Jósef Kristinn Jósefsson
Hægri kantur: Oddur Ingi Guðmundsson
Framherji: Aron Einar Gunnarsson
Það var Gylfi Þór Sigurðsson er kom Íslendingum yfir um miðjan fyrri hálfleik. Belgar jöfnuðu hinsvegar úr vítaspyrnu á síðustu sekúndum fyrri hálfleiks. Hvorugu liðinu tókst að bæta við marki í seinni hálfleik og þar við sat.