• þri. 22. ágú. 2006
  • Landslið

U18 karlalandsliðið leikur í Tékklandi

KSÍ - Alltaf í boltanum
alltaf_i_boltanum_1

Íslenska U18 karlalandsliðið er statt í Tékklandi þar sem það tekur þátt í alþjóðlegu móti.  Ísland leikur í riðli með Belgíu, Slóvakíu og Póllandi á mótinu.  Fyrsti leikur liðsins í mótinu er í dag kl. 15:00 þegar liðið leikur við Belga.

Byrjunarliðið gegn Belgum(4-5-1):

Markvörður: Haraldur Björnsson

Vinstri bakvörður: Runólfur Sveinn Sigmundsson

Hægri bakvörður: Guðmundur Böðvar Guðjónsson

Miðverðir: Björn Orri Hermannsson, fyrirliði og Fannar Arnarsson

Tengiliðir: Einar Orri Einarsson, Guðmundur Kristjánsson og Gylfi Þór Sigurðsson

Vinstri kantur: Jósef Kristinn Jósefsson

Hægri kantur: Oddur Ingi Guðmundsson

Framherji: Aron Einar Gunnarsson

Á morgun leikur liðið við Slóvaka, kl. 15:00 og á föstudaginn er andstæðingurinn Pólland og hefst sá leikur kl. 14:30.