• mán. 21. ágú. 2006
  • Landslið

Kvennalandsliðið leikur á Richmond Stadium í Virginíu

richmond_university
richmond_university

Íslenska kvennalandsliðið leikur vináttulandsleik við Bandaríkin 8. október næstkomandi.  Leikið verður á velli háskólans í Richmond í Virginíu.  Leikurinn verður í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni ESPN2 í Bandaríkjunum.

Völlur þessi tekur um 22.000 manns í sæti og má búast við fjölda áhorfenda á leiknum enda er nýtur kvennalandsliðið í knattspyrnu mikillar hylli hjá heimamönnum.  Þessar þjóðir hafa mæst átta sinnum áður á knattspyrnuvellinum hjá A-landsliðið kvenna og hafa þær bandarísku unnið sjö sinnum.  Einu sinni hafa þjóðirnar gert jafntefli en það var árið 2000.

Þetta verkefni er virkilega spennandi fyrir íslensku stelpurnar en annað og ekki síður krefjandi, bíður þeirra næskomandi laugardag.  Koma þá Svíar í heimsókn og eiga við íslenska liðið.  Leikurinn hefst kl. 14:00 og er leikinn á Laugardalsvelli.