KSÍ leitar að bókum um sögu íslenskrar knattspyrnu
Í gegnum árin hafa mörg félög gefið út bók um sögu knattspyrnunnar í viðkomandi félagi.
Oft er um að ræða glæsilegar bækur og ómetanlegar heimildir um sögu knattspyrnunnar á Íslandi. Þá hafa einnig verið gefnar út bækur um íslenska knattspyrnumenn eins og t.d. Ásgeir Sigurvinsson og Arnór Guðjohnsen.
KSÍ hefur því miður í fæstum tilfellum fengið eintak af þessum bókum en þær eiga tvímælalaust heima í bókasafni KSÍ. Nú er svo komið að erfitt er að finna þessar bækur, því margar voru gefnar út í takmörkuðu upplagi og sumar fyrir mörgum árum síðan.
Ef þú eða félagið þitt búið svo vel að eiga 1-2 eintök af bók um sögu þíns félags eða bók um feril íslensks knattspyrnumanns væri KSÍ þakklátt fyrir að fá þau send á skrifstofu KSÍ til varðveislu á bókasafni KSÍ.
KSÍ á eftirtaldar bækur:
Knattspyrna í heila öld 1895-1996 eftir Víði Sigurðsson og Sigurð Á. Friðþjófsson
Lifi Þróttur eftir Jón Birgi Pétursson
Saga 1.deildar 1955-1963 og 1985 eftir Sigmund Ó. Steinarsson
Saga 1.deildar 1964-1970 og 1986 eftir Sigmund Ó. Steinarsson
Fram í 80 ár eftir Víði Sigurðsson
Skagamenn skoruðu mörkin - saga knattspyrnunnar á Akranesi I. bindi eftir Jón Gunnlaugsson, Sigtrygg Sigtryggsson og Sigurð Sverrisson
Saga Knattspyrnufélags Akureyrar 1928-1988 eftir Jón Hjaltason
Fyrsta öldin - Saga KR í hundrað ár 1899-1999 eftir Magnús Orra Schram og Sigurgeir Guðmannsson
Íslensk knattspyrna 1981-2005 (bókaröð) eftir Víði Sigurðsson
Allar aðrar bækur um sögu knattspyrnunnar eða bækur sem hafa að geyma sögulegar heimildir um íslenska knattspyrnu eða íslenska knattspyrnumenn eru vel þegnar.
Nánari upplýsingar veitir Sigurður Ragnar Eyjólfsson fræðslustjóri KSÍ (siggi@ksi.is)