• mið. 16. ágú. 2006
  • Landslið

Markalaust jafntefli í Austurríki

EM U21 landsliða karla
em_u21_karla

U21 karlalandslið Íslands og Austurríkis gerðu markalaust jafntefli í undankeppni EM í dag, miðvikudag, en leikurinn fór fram í Austurríki.  Nokkuð jafnræði var með liðunum í leiknum og segja má að jafntefli hafi verið sanngjörn úrslit. 

Rúrik Gíslason fékk reyndar dauðafæri í blálokin eftir vel útfærða aukaspyrnu, en brenndi af.  Íslenska liðið lék vel í leiknum, varðist af krafti, sótti þegar færi gafst og átti í fullu tré við austurríska liðið allan leikinn. 

Ljóst er að mikið býr í þessu íslenska liði og verður spennandi að sjá hvernig því vegnar í næsta leik, gegn geysisterku liði Ítala á Laugardalsvellinum 1. september.  Leikin er einföld umferð og fær hvert lið einn heimaleik og einn útileik.  Lokaleikur riðilsins er viðureign Ítala og Austurríkis 6. september.

u21karla-uefa