• mið. 16. ágú. 2006
  • Landslið

Kvennalandsliðið í eldlínunni á laugardaginn

akvennahollandIMG_0362
akvennahollandIMG_0362

Íslenska A-landslið kvenna verður í eldlínunni á laugardaginn þegar liðið tekur á móti Tékkum.  Leikið er á Laugardalsvelli og hefst leikurinn kl. 16:00.  Leikurinn er liður í riðlakeppni HM 2007. Frítt verður á þennan leik

Liðin tvö er mætast, Ísland og Tékkland, eru jöfn að stigum í öðru til þriðja sæti riðilsins.  Er því ljóst að um hörkuleik verður að ræða og getur góður stuðningur skipt sköpum fyrir stelpurnar.

Dómarar leiksins koma frá Króatíu og heitir dómarinn Snjezana Focic.  Henni til aðstoðar verða Lidija Kraljic og Lidija Kunstek.  Fjórði dómari verður Sigurður Óli Þorleifsson og eftirlitsmaður UEFA á leiknum verður Michel Vautrot frá Frakklandi.

Íslenski hópurinn