• þri. 15. ágú. 2006
  • Landslið

Markalaust jafntefli gegn Spánverjum

Indriði Sigurðsson
Alid-indridi-05a-togt

Íslenska landsliðið gerði jafntefli við Spánverja í vináttulandsleik á Laugardalsvellinum í kvöld.  Lauk leiknum með markalausu jafntefli og var leikurinn prýðilegur af hálfu Íslendinga.

Fyrri hálfleikur var mjög fjörugur og voru Íslendingar þar sterkari aðilinn.  Skapaði liðið sér ágætis færi sem nýttust ekki.  Skæðir sóknarmenn Spánar voru þó alltaf ógnandi en sterk vörn Íslands, hélt þeim þó í skefjum.

Seinni hálfleikur var heldur rólegri, þó svo að baráttan væri mikil hjá leikmönnum.  Í lokin var jafntefli staðreynd og líklega nokkuð sanngjörn úrslit.

Matthías Guðmundsson og Ármann Smári Björnsson léku sína fyrstu A-landsleiki í kvöld.

Þessi úrslit eru gott veganesti fyrir íslenska liðið í baráttunni framundan.  Næsti leikur er gegn Norður-Írlandi í Belfast, 2. september.  Þar á eftir kemur heimaleikur gegn Dönum , 6. september.  Báðir þessir leikir eru í riðlakeppni fyrir EM 2008 og er alvaran því að hefjast.